Villa

Úti bíður ellin flá
útsýn byrgir þokan grá -
brúnaþungur er ég á
eirðarleysisrölti.
Ekkert gagn að öllu mínu brölti.

Einhvers staðar er hann þó
út hann sendir flæði nóg
yfir land og sollinn sjó
sælubjartra lita.
Ennþá hef ég von um þennan vita.

(Og ekki lagast það ´09)