Jarðrím

Lautir, hólar
     brekkur, móar, börð
blámi himins
     tindar, fjallaskörð
kjarrið grænt
     og klöppin eitilhörð
klettaskor
     og nes við lygnan fjörð.

Á ásnum stendur
     víðihríslan vörð.
Nú vil ég eiga stund
     með minni jörð –
krjúpa þar á gras 
     í þakkargjörð
og grafa fingur
     djúpt í mjúkan svörð.

(Jörð ´98)