Stjörnukveld

Hve mild eru augun
sem manninn seiða
um myrkan og djúpan geim.

Það er hógværð og kyrrð
yfir holdsins fjötrum
ef horft er mót ljósum þeim.

En andinn er líkastur
litlu barni
sem langar að komast heim.

(En hitt veit ég ´88)