Júdas

Ég skil þig vel, - þú vinur minn og bróðir,
ég vissi marga gera slíkt hið sama.
Þeir sviku allt er sál þeirra var helgast
í svolítilli von um klink og frama.

Þú vissir það að frelsarinn var feigur,
og fyrirmyndarpostulinn var krankur
og svaf nú vært á sínu græna eyra.
Svo varst þú víst hræðilega blankur.

Á minni leið í mistri langra daga
ég myndi sjálfur eftir þessu líkja
í von um fé og vegsemd þar að auki.
Mig vantar bara einhvern til að svíkja.

(Undir Hólmatindi ´77)