Stund við læk

Kindur á rennsli –
argandi smalar
ofar í hlíðinni.

Staldra á bakkanum
lafmóður hundur,
hestur sem dregur tauminn

og drengur sem leggst
í mjúkan mosann
og mynnist
við tæran strauminn.

(Ísland í myndum ´95)