Ágætu lesendur

Hér til vinstri á síðunni er talið upp það sem heimasíðan mín hefur að geyma. Þar eru nokkrar stuttar greinar um bragfræði og í Bókahillunni er hægt að skoða myndir af bókunum mínum flestum. Nokkur ljóð er hér að finna. Upphaflega var hér þáttur sem hét Ljóð vikunnar en ég hafði aldrei tíma til að uppfæra þann þátt og hann hefur því fyrir löngu verið felldur niður. Hér er svo ritaskráin mín og undir liðnum sem ber heitið Kennsla eru tvær greinar um bragfræðikennslu ásamt sýnishornum af heimildaskráningu samkvæmt APA-kerfinu. Þá hef ég sett inn nokkra pistla um bragfræði. Þeir verða hugsanlega fleiri þegar fram í sækir.

Kveðja

Ragnar Ingi